“Andri Hrannar hefur frjálsar hendur, leikur óskalög og spjallar við hlustendur, Óskalagasíminn er 477 103.7″
Frjálsar hendur Andra – er sá þáttur sem hefur verið lengst allra þátta í loftinu í sögu FM Trölla. Andri tók sér hlé frá útvarpsmennsku fyrir nokkru síðan.
Núna er Andri kominn aftur til okkar á FM Trölla, brúnn og ennþá sætari en fyrr, eftir nokkurra mánaða dvöl á suðlægum slóðum, með nýjan þátt sem nefnist UNDRALANDIÐ og verður á dagskrá alla virka daga milli kl. 13 og 16.
Við bjóðum Andra velkominn aftur í þularstofu FM Trölla.