Á laugardaginn stendur Kvenfélagið Framtíðin fyrir fullveldishátíð í Fljótum, í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Íris Jónsdóttir segir hugmyndina hafa kviknað þegar kvenfélagskonur fór að hugsa um þessi merku tímamót og að núverandi kynslóð myndi ekki upplifa önnur slík. Því hafi kvenfélagskonur ákveðið að bjóða sveitungum og öðrum áhugasömum til samkomu í Sólgarðaskóla næstkomandi laugardag.

Þema dagskrárinnar er árið 1918 og verða lesnar upp ýmsar frásagnir sem tengjast því viðburðaríka ári og Fljótunum. Þá verður flutt tónlistaratriði og stuttur leikþáttur. Kvenfélagið býður svo upp á kaffiveitingar.

Markmiðið er að bjóða upp á notalega samverustund í svartasta skammdeginu, um leið og þessara merku tímamóta er minnst.

 

Frétt og mynd: aðsent