Krakkarnir á leikskólanum Leikhólum Ólafsfirði fengu aðstoð slökkviliðs Fjallabyggðar við að kæla sig niður í hitanum og blíðviðrinu fimmtudaginn 13. júní.

Vatnsveggur slökkviliðsins var tengdur við dælubíl og gátu krakkarnir hlaupið í gegnum bogann, þeim til mikillar ánægju eins og myndirnar bera með sér.

Myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar