Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Norðurlandi segir á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Óvissustig er í gildi í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, einnig er hálka á Ólafsfjarvegi.. Hálkublettir, hálka og éljagangur eru á Siglufjarðarvegi.

Búið er að opna veginn yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum og víða éljagangur eða skafrenningur. Ófært er á Hólasandi og Dettifossvegi.

Mynd/ skjáskot af vefsíðu Vegagerðarinnar