Þetta er að fara að gerast. Eurovision byrjar í næstu viku – svona ef einhver vissi ekki af því. Næst síðasti þátturinn af Gleðibanka Helgu fer í loftið í dag kl. 13:00 – 15:00 og er þema þáttarins í dag “hefðir og leikir”.

Að sjálfsögðu verða spiluð fullt af góðum lögum.

Gleðibanki Helgu er útvarpsþáttur þar sem allt snýst um Eurovision og er hann alla föstudaga kl. 13:00-15:00 á Trölli FM 103.7 og á www.trolli.is.

Eins er hægt að fara inn á heimasíðu Trölla til að hlusta á gamla þætti sem þið hafið misst af eða viljið hlusta á aftur (veljið þá flipann “FM Trölli”).