Unnið er að því að opna tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði.

Tjaldsvæðið á Siglufirði opnar til að byrja með á morgun, 15. maí.

Tjaldstæðin við Stóra Bola á Siglufirði og í Ólafsfirði opna um leið og aðstæður leyfa.

Líkt og í fyrra sumar verða stæðin á tjaldsvæðinu í miðbæ Siglufjarðar merkt, það reyndist afar vel og hægt verður að nota Ferðagjöfina.

VERÐ :
Fullorðnir: 1.400 kr.
Eldri borgarar og öryrkir: 1.200 kr.
Frítt fyrir 16 ára og yngri
Rafmagn: 1.200 kr.
Þvottavél: 500 kr.
Þurrkari: 500 kr.
Umsjónarmaður Guðmundur Ingi sími 6635560.
Netfang þjónustuaðila: gistihusjoa@gmail.com

Hægt er að fylgjast með tjaldsvæðum Fjallabyggðar á facebook.

Mynd/ Tjaldsvæði Fjallabyggðar