Guðrún Hauksdóttir og Steingrímur Óli Hákonarson sjá um umhirðu kirkjugarðanna á Siglufirði fjórða árið í röð, bæjarbúum og brottfluttum til mikillar ánægju.

Þau sjá um þetta kröfuharða verkefni með mikilli prýði, eru þau nú þegar byrjuð að vinna vorverkin í görðunum og undirbúa sumarið.

Bjóða þau upp á sumarblóma þjónustu enn og aftur í sumar. Það er kjörið fyrir þá sem ekki komast til að snurfusa leiðin og setja þar blóm að kaupa þessa góðu þjónustu.

Verð:
5 – 7 blóm – 9.000 kr.
10 – 12 blóm – 10.500 kr.

Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlega beðnir um að hafa samband á facebook síðu kirkjugarða Siglufjarðar eða í Gunnu Hauksdóttur í síma 869 4441.

Mynd/ Kirkjugarðar Siglufjarðar