Gildistími þjónustusamnings vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2021-2024 rennur út 5. júní næstkomandi.

Ákvæði er í samningi um möguleika á framlengingu samnings tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Skv. framlögðu minnisblaði telur deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar rétt að óska eftir heimild til úboðs á skólamáltíðum fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, til næstu þriggja skólaára, með möguleika á framlengingu samnings um tvisvar sinnum eitt ár í senn.

Höllin í Ólafsfirði með skólamáltíðir í Fjallabyggð næstu árin

Bæjarráð samþykkti tillögu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar á 827. fundi sínum um að farið verði í útboð á skólamáltíðum í samræmi við minnisblaðið, en vísar málinu til frekari umræðu í bæjarstjórn.