Leikflokkur Húnaþings vestra hefur ákveðið að fresta uppsetningu söngleiksins Himinn og jörð til páska 2023.

Söngleikurinn er byggður á 16 lögum eftir Gunnar Þórðarson og handritshöfundur er Ármann Guðmundsson.

Við viljum leggja okkar vinnu í þetta verkefni “án nokkurra” Covid áhrifa og vonumst við til þess að það verði hægt í byrjun árs 2023.” segir á facebook síðu leikflokksins.

Annars kveðjum við ekki þetta leikár tómhent enda frábær jólasýning að baki, Pétur Pan í leikstjórn Gretu Clough.” segir þar einnig.