Í gær tók Þjóðlagasetrið á Siglufirði á móti gestum með kaffi og meðlæti í tilefni af 17. júní. Sungið var fyrir gesti og leikið á langspil og íslenska fiðlu.

Þar sem hátíðahöldum á Siglufirði var frestað um sólarhring vegna veðurs verða veitingar aftur á boðstólum í dag frá 12.00 til 18.00 og sungið og leikið fyrir gesti á meðan birgðir og örendi endist.

Mynd/Gunnsteinn Ólafsson