Gúllassúpa (uppskrift fyrir 5 manns)

  • 1 laukur
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • 500 g nautahakk
  • 3 msk tómatpuré
  • 1 líter vatn
  • 7-8 litlar kartöflur
  • 1 nautateningur
  • 2 grænmetisteningar
  • 2 msk sojasósa
  • 2 dósir hakkaðir tómatar (2 x 400 g)
  • 1,5 msk paprikukrydd
  • 1/2 – 1 msk sambal oelek
  • 1-2 msk tómatsósa
  • salt og pipar

Bræðið smjör í rúmgóðum potti og steikið hakkaðan lauk og hvítlauk þar til mjúkt. Bætið nautahakkinu á pönnuna og steikið þar til fulleldað. Hrærið tómatpuré saman við og steikið áfram í eina mínútu. Setjið vatn, teninga, sojasósu, hakkaða tómata og paprikukrydd saman við. Látið sjóða saman í smá stund. Afhýðið kartöflurnar og skerið í teninga. Bætið þeim í pottinn og látið sjóða áfram í 15 mínútur. Smakkið til með samal oelek, tómatsósu, salti og pipar.

Berið fram með sýrðum rjóma og góðu brauði.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit