Rúnar Marteinsson verksmiðjustjóri í Primex, líftæknifyrirtæki á Siglufirði varð fyrir því óláni að fá eldtungur úr gasgrilli beint í andlitið með þeim afleiðingum að hann brann illa.

Eftir brunann notaði hann ChitoCare græðandi gel og sprey á hverjum degi til að draga úr sviða, roða, bólgum og kláða ásamt ChitoCare Beauty Body lotion til að mýkja húðina eftir brunann og var það eina meðhöndlunin frá því að hann lenti í brunanum

Eins og myndirnar bera með sér er með ólíkindum hvað hann gréri fljótt, fyrsta myndin er tekin á degi slyssins, önnur myndin er tekin daginn eftir, sú þriðja á þriðja degi, sú fjórða á fimmta degi og síðasta myndin er tekin tólf dögum eftir slysið.

Primex framleiðir einkum náttúruleg efni sem ætluð eru til græðandi meðhöndlunar, varan er unnin úr náttúrulegum efnum, m.a. kítósan sem er virka efnið.

Primex hefur framleitt hráefni til græðandi notkunar til fjölda ára og hefur í samstarfi við bandarískan samstarfsaðila þróað vörur sem notaðar eru af atvinnumönnum til fyrstu hjálpar víða um heim. ChitoCare vörunum er ætlað að þjóna þessu hlutverki inni á heimilum fólks.

Nýlega voru kynntar tvær nýjar vörur í ChitoCare línunni, sem kallast Body Scrub og Body Lotion og er Primex í þróun á fleiri snyrtivörum sem koma á markaðinn með vorinu. Það sem gerir snyrtivörurnar einstakar er að í þær er notað sama virka efnið og í græðandi vörurnar. Þess vegna hafa þær verið að koma sérstaklega vel út fyrir viðkvæma- og exemkennda húð en eru auk þess sérstaklega rakagefandi og veita góða vörn þar sem kítósan myndar filmu.

Primex hefur vakið athygli bæði innanlands og erlendis fyrir framleiðslu sína og hefur m.a hlotið Nýsköpunarverðlaun Íslands, Primex er einnig tilnefnt til Pure Beauty Global Awards fyrir nýju ChitoCare Beauty línuna og verður spennandi að fylgjast með úrslitunum sem fara fram í Dubai þann 16. apríl n.k.

 

Svona leit Rúnar út eftir slysið

 

Daginn eftir slysið

 

Á þriðja degi

 

Á fimmta degi

 

Á tólfta degi hafa brunasárin gróið með ólíkindum