Poppvélin virðist vera vel smurð um þessar mundir, því þann 5. júlí kemur út nýtt lag frá þeim Popp-vélstjórum.

Lagið nefnist “Bærinn minn” og er hið snotrasta popplag eins og allt sem kemur frá Poppvélinni.

FM Trölli er svolítið óþekkur um þessar mundir og mun stelast til að spila lagið næstu daga þótt það sé ekki formlega komið út.


Nafn: Bærinn minn
Útgáfudagur 5. júlí
Flytjandi: Poppvélin
Lag: Örlygur Smári
Texti: Valgeir Magnússon, Sólveig Ásgeirsdóttir og Heiðar Kristjánsson
Útgefandi: Hands Up Music