Marineringin:

  • 1/4 bolli ólífuolía
  • 1/4 bolli sítrónusafi
  • handfylli af steinselju
  • 1 tsk sykur
  • 1 tsk salt
  • 1/4 tsk pipar
  • 1/4 tsk cayenne pipar
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 1 msk balsamik edik

Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og vinnið saman í nokkuð slétta blöndu.

  • 450 g sveppir
  • 10 spjót

Skerið sveppina í tvennt, setjið þá í poka og hellið marineringunni yfir. Setjið pokann í ísskáp í 30-45 mínútur.

Ef notuð eru tréspjót er best að leggja þau í bleyti í 15 mínútur svo þau brenni ekki á grillinu. Þræðið sveppina upp á spjótin (best er að snúa þeim upp á svo sveppirnir klofni ekki) og grillið í 3 mínútur á hvorri hlið.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit