GREYSKIES gaf út lagið Numb síðastliðinn föstudag.

GREYSKIES er listamannsnafn Steinars Baldurssonar sem er 25 ára lagahöfundur og pródúsent.

Lagið Numb verður leikið í þættinum Tíu Dropar á FM Trölla milli kl. 13 og 15 í dag.

GREYSKIES gerði nýlega útgáfusamning við Öldu Music og er Numb fyrsta smáskífa af 11 laga plötu sem kemur út á næsta ári.