Í síðustu viku fór 6. bekkur Grunskóla Fjallabyggðar í vettvangs- og vísindaferð í nærumhverfinu, til að skoða og fræðast um vatnsaflsvirkjanir.

Kristján stöðvarstjóri í Skeiðfossvirkjun tók vel á móti nemendum og fræddi þá um rafmagnsframleiðslu virkjunarinnar sem er 76 ára gömul og  er enn mikilvægur hlekkur fyrir rafmagnsframleiðslu fyrir Siglufjörð, Ólafsfjörð og nærumhverfi.

Áhugasamir nemendur á ferð og líflegar umræður eins og sjá má á eftirfarandi myndum.

Myndir/Grunnskóli Fjallabyggðar