Það verður nóg um að vera í barnamenningu á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði þessa vikuna.

Á morgun, miðvikudaginn 6. júlí ætlar elsti árgangurinn af leikskólanum Leikskálum á Siglufirði að koma í heimsókn og búa til stórkostlega skúlptúra á lóðinni við setrið. Ýmiskonar hráefni verður notað við listaverkasmíðina: timbur, járn, plast, gólfflísar, bækur og hvaðeina.

Seinni part dagsins, frá kl. 16.00 eða svo, verður svo sýning á listasmíðinni og vonumst við til að sem flestir mæti til að skoða og listafólkið verði á staðnum til að útskýra verkin sín.

Á fimmtudeginum kl. 16.00 verða svo flutt hin ýmsu barnaljóð og eru börn á öllum aldri boðin velkomin að hlýða á. Kjörbúðin býður börnunum upp á hressingu.