Hótel Hvammstangi, Norðurbraut 1 á Hvammstanga er til sölu segir á fasteignavef Nes fasteignarsölu.

Um er að ræða vel staðsett hótel miðsvæðis á Hvammstanga með 11 herbergjum. Herbergin hafa öll verið endurnýjuð síðustu ár og eru öll með sér baðherbergi með sturtu.

Húsið er byggt 1986 og er 338 fm að stærð samkvæmt skráningu FMR.

Sjá nánar: HÉR