Í vikunni var haldin samæfing björgunarsveitarinnar og sjúkraflutningamanna HSN í Siglufirði.

Björgunarsveitarmenn kenndu notkun á sigbúnaði og grunnatriði í línuvinnu í brattlendi. Með sívaxandi útivistarferðamennsku í okkar nærumhverfi er afar mikilvægt að kunna réttu handtökin við erfiðar aðstæður.

Frábær æfing í alla staði sem Bryndís Guðjónsdóttir frá Strákum stjórnaði og fleiri slíkar æfingar og miðlun þekkingar milli viðbragðsaðila eru fyrirhugaðar á næstunni.

Myndir frá Jóhanni K. Jóhannssyni slökkviliðsstjóra og Ingvari Erlingssyni.