Lögreglan á Vestfjörðum hefur nú tekið í notkun nýja pallbifreið af gerðinni Ford Ranger Raptor.

Bifreiðin kemur frá Brimborg og var standsett af Rafsölum á Siglufirði og merkt af Skiltagerð Norðurlands á Ólafsfirði.


Að þessu sinni fengu lögreglumenn sér ekki kleinuhringi heldur gæddu sér á gómsætu sýrópsstykki frá Aðalbakaríinu á Siglufirði.

Líklega er hér um að ræða fyrstu pallbifreiðina sem notuð er til eftirlits og útkalla af hálfu lögreglunnar á Íslandi.

Eins og alþjóð veit hafa margar útgáfur bifreiða verið í þjónustu lögreglunnar í gegnum tíðina, en margar þeirra ekki hentað aðstæðum eða lögreglumönnum vel.

Nú er ætlunin að reyna þessa gerð og verður spennandi að sjá hvernig bifreiðin reynist.

Hún verður með uppkallsnúmerið 107 og gerð út frá Ísafirði.

Fyrirsögnin er úr umsögn / “kommenti” á facebooksíðu Lögreglunnar á Vestfjörðum

Myndir: Ingvar Jakobsson.