Nýtt lag með Joe Dúbíus.

Lagið heitir Mánudagur og er samið og flutt af Andra / Joe Dúbíus sem er einnig söngvari hljómsveitarinnar Contalgen Funeral.

“Lagið sjálft er um augnablikið þegar sunnudagskvöld breytist í Mánudag og við þurfum að taka afleiðingum hversdagsleikanns.”

Andri Már Sigurðsson er íslenskur tónlistarmaður fæddur árið 1984. Hann er söngvari og gítarbanjóleikari í hljómsveitinni Contalgen Funeral. Hann hefur áður gefið út sólóplötur undir nafninu Joe Dubíus.

Nýja lagið – Mánudagur – má heyra hér – en það er einnig leikið á FM Trölla: