Í áraraðir hafa Húsfreyjurnar boðið upp á veislur í Hamarsbúð á Vatnsnesi. Um verslunarmannahelgina stóð til að bjóða upp á kaffihlaðborð með rjómapönnukökum, rabarbarakökum, kanil- og möndlutertum, smurbrauði og öðru fjölbreyttu meðlæti að þeirra hætti.

Kaffihlaðborði Húsfreyjanna sem átti að vera í Hamarsbúð um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst vegna núverandi aðstæðna í þjóðfélaginu.

Forsíðumyndin er af visithunathing.is en þar segir um Hamarsbúð:

Hamarsbúð er félagsheimili Húsfreyjanna á Vatnsnesi. Þar er haldið um Jónsmessuna ár hvert Bjartar nætur – Fjöruhlaðborð þar sem borðin svigna af fjölbreyttum þjóðlegum veitingum. Um verslunarmannahelgina er þar Kaffihlaðborð í boði og Sviðamessa er haldin í október. Sumarið 2013 var rekið kaffihús í Hamarsbúð.

Kort á Google Maps