Á 61. fundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar fór Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar yfir starfið í menningarhúsinu árið 2019.

Mjög mikið og fjölbreytt starf fór fram í menningarhúsinu og voru gestir og þátttakendur um 15.500 yfir árið.

Notkun á Menningarhúsinu Tjarnarborg, viðburðir, æfingar og undirbúningur viðburða voru alls 235 skipti.