Síðastliðinn sunnudag, 2. febrúar, tók Jónína Aradóttir ásamt hljómsveit sinni þátt í hljómsveitakeppni í Oslo. Hljómsveitin er skipuð Íslendingum búsettum í Oslo og nágrenni.

Jónína og hljómsveit hennar fluttu tvö frumsamin lög á sviðinu á Hard Rock í Oslo við góðar undirtektir gesta í salnum.

Jónína, sem á ættir að rekja til Siglufjarðar, er fædd á Íslandi 1982 að Hofi í Austur-Skaftafellssýslu og bjó frá árinu 2010 í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á tónlist í Los Angeles í Kaliforníu. Hún hefur búið og starfað að tónlist sinni í Noregi síðan 2018.

“Amma og afi eru frá Sigló og er ég skírð í höfuðið á ömmu en  Amma var Jónína Guðbjörg Braun og afi Sæmundur Jónsson. En mamma er Sigrún Björg Sæmundsdóttir, Sigga Sæm, og er yngst systkinanna. Anna Sæm er systir mömmu, maðurinn hennar er Ámi slökkviliðs maður. En ég og eldri systir mín Þuríður, við vorum mjög oft á Sigó þegar við vorum litlar og vorum mikið hjá ömmu og afa. En þau bjuggu á Hólavegi 36.”

Meðlimir hljómsveitarinnar eru auk Jónínu sem syngur:
Rebekka Ingibjartsdóttir fiðla,
Hans Friðrik Hilaríus Guðmundsson hljómborð,
Jónas Elí gítar,
Anna Helgadóttir selló.

Keppnin heitir “The global Battle of the Bands Norway” og hefur verið haldin í amk 15 ár.

12 hljómsveitir kepptu á sunnudag og komust 7 sveitir áfram á “The National Final”.

Þær sveitir sem komust áfram auk Jónínu og félaga voru:
Arata, Stone Heart, Rotten Apples, Flatline Feedback, Lüdo, MORNING CROWS.

Næsta skref hjá þeim er að bíða eftir dagsetningu til að mæta á The National Final.

Hægt að finna upplýsingar um Jónínu og hennar tónlist á www.joninamusic.com

Sjá einnig eldri fréttir um Jónínu Ara hér og hér.