Jónína Ara er tónlistar- og lagahöfundur frá Hofi í Öræfasveit. Nýlega sendi hún okkur pistil um tónleikaferðalag hennar um Norðurlöndin í sumar. Fréttamaður Trölla hafði samband við Jónínu og bað hana að segja okkur smávegis um tengsl hennar við Siglufjörð. Jónína svaraði að bragði:

“Amma og afi eru frá Sigló og er ég skírð í höfuðið á ömmu en  Amma var Jónína Guðbjörg Braun og afi Sæmundur Jónsson. En mamma er Sigrún Björg Sæmundsdóttir, Sigga Sæm, og er yngst systkinanna. Anna Sæm er systir mömmu, maðurinn hennar er Ámi slökkviliðs maður. En ég og eldri systir mín Þuríður, við vorum mjög oft á Sigó þegar við vorum litlar og vorum mikið hjá ömmu og afa. En þau bjuggu á Hólavegi 36.”

Hér kemur svo pistillinn hennar um tónleikaferðina:

“Núna er ég að keyra um Norðurlöndin í sumar til að kynna mig, mín lög og nýju plötunua mína, Remember, sem ég gaf út síðasta haust. 

Ég byrjaði í Færeyjum, síðustu vikuna í maí, en þar spilaði ég á stað í Tórshavn sem heitir Reinsaríið ásamt færeyskum gítarleiara Pauli Reinert Poulsen. En ég kynntist Pauli í Los Angeles 2010 en við vorum þar í sama tónlistarskóla, Musicians Institute. Það var ótrúlega vel tekið á móti mér í Færeyjum og vonast ég til að geta komið þangað aftur sem fyrst.

Núna er ég að keyra um suðurhluta Noreg í júní og svo mun ég keyra um suðurhluta Svíþjóðar í júlí og svo Danmörk í ágúst. Ég er að keyra um á húsbíl sem ég leigi frá fyrirtæki í Osló og fékk styrk fyrir því frá tveim yndislega góðum vinkonum sem að ég er æfilnega þakklát. En það tel ég vera það ríkasta sem ég á, góða og trausta vini og fjölskyldu sem hafa staðið mér við hlið og stutt mig í því sem ég tek mér fyrir hendur. 

Þetta tónleikaferðalag mun vera rúmir 3 mánuðir í allt og verð ég búin að auka á aðdáendahópinn, auka teingslanetið, finna nýja staði, hátíðir, sjá hvernig löndin liggja og því auðveldara að bóka næsta túr. Ég er að spila á hinum ýmsu stöðum á leiðinni, börum, kaffihúsum, veitingastöðum, brugghúsum og mikið af einkatónleikum í stofunni eða garðinum hjá fólki. Ég er enn að taka við fyrirspurnum um að koma og spila hjá fólki og finnst mér það lang skemmtilegast og breyti ég aðeins rúntinnum ef þarf. Þannig að það má endilega hafa samband við mig ef það er eithvað.

Uppsetningin hjá mér er einföld en það er ég og gítarinn og er ég að segja fólki sögurnar á bakvið lögin mín og reyni ég að skapa létta, góða og persónulega stemmningu. Finnst mér líka allveg rosalega gaman að spjalla við fólk eftir tónleikana og heyra í þeim, hvernig þeim fannst, hvernig stemmningin er og gefur það mér allveg svakalega mikið.

Mikil vinna er á bakið svona tónleikaferðalag og er ég búin að sjá um það sjálf og nýta mér mikið íslenska teingslanetið. Eftir að hafa sett alla orkuna í að klára plötuna mína, Remember, síðasta haust fór öll einbeitingin í að byrja að skipuleggja túrinn. Var stefnan alltaf að klára plötuna fyrst svo ég hefði eithvað í höndunum í tónleikaferðalaginu til að kynna og selja. Er ég með plötuna með mér til sölu ef fólk vill fjárfesta í eintaki en annars er líka hægt að nálgast hana á netinu á heimasíðunni minni www.joninamusic.com

Ég er ekki búin að ákveða ennþá hvað ég geri eftir túrinn en ég mun skila bílnum af mér í Osló þann 30 ágúst. Ég hef fengið fyrirspurn um að koma aftur til Írlands og svo einnig að koma til Þýskalands og þeir staðir sem ég hef heimsótt hérna í Noregi eru einnig ólmir í að ég komi aftur svo að það er margt hægt að gera. Ég er einnig að malla saman nýjum lögum og aldrei að vita nema þau nái að komast í hlustun eftir túrinn.

Trölli.is þakkar Jónínu fyrir spjallið og sendir góðar óskir.
Mynd úr tónlistarmyndbandinu Kæri vinur