Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Thule AB vegna innköllunar á Thule Sleek barnakerrum með tegundarnúmerum 11000001 – 11000019.

Barnakerrurnar sem verið er að innkalla voru framleiddar á tímabilinu maí 2018 til september 2019.

Innan Íslands var viðkomandi vöru dreift af Nordic Games Ltd. Samkvæmt tilkynningunni kemur fram að handfang á barnakerrunni eigi í hættu á að losna frá grind kerrunnar sem geti haft fallhættu í för með sér fyrir barnið.

Thule mun hafa samband við neytendur sem hafa orðið fyrir áhrifum af gallanum í gegnum vefsíðu sína og með aðstoð dreifingaraðila.

Neytendastofa hvetur neytendur til að hætta notkun á barnakerrunni þangað til að úrbætur hafa verið gerðar.