FM Trölli sem verið hefur útvarp Elds í Húnaþingi verður með beina útsendingu frá Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem Páll Óskar Hjálmtýsson  ætlar að trylla lýðinn.

Útvarpssendingin hefst kl. 23:00, dansleikurinn stendur til kl. 03:00 og verður án efa eitt stærsta ball ársins á Hvammstanga.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga og í Skagafirði, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á útsendinguna út um allan heim með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is

 

Allir á leiðinni á Pallaball