Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 26.02.2019 að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa vegna erindis Steingríms Kristinssonar, dags. 16.02.2019 er varðar reglur um nöfn höfunda ljósmynda sem birtar eru á vef sveitarfélagsins.

Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 01.03.2019 þar sem fram kemur að myndefni það sem birt er á heimasíðu Fjallabyggðar er mest allt í eigu Fjallabyggðar og þ.a.l. ekki talin ástæða til að geta höfunda. Í einhverjum tilvikum hafa eigendur myndefnis óskað eftir að þeirra sé ekki getið sem höfundar myndefnis. Einnig hefur Fjallabyggð fengið aðsent myndefni frá opinberum aðilum eða félagasamtökum til að birta með fréttaefni og er það sjaldan sem höfundar slíks myndefnis eru tilgreindir. Ákvæði höfundarréttarlaga og persónuverndarlaga eru ætíð höfð að leiðarljósi við birtingu myndefnis á heimasíðu Fjallabyggðar.

Markaðs- og menningarfulltrúi tekur á móti ábendingum um allar myndbirtingar sem bæjarbúar og aðrir þekkja sem sína eign eða í eigu annarra og hefur skráð það niður um leið og slíkar ábendingar berast, eytt myndum sé þess óskað og eða merkt þær höfundi í þeim tilfellum þar sem hann er þekktur.