Sala á Neyðarkalli fer fram fram 4. til 7. febrúar 2021 

Neyðarkall björgunarsveita er fjáröflun björgunarsveita landsins en átakið fer fram ár hvert um land allt og hefur almenningur tekið sölufólki afskaplega vel.

Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið.

Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu.

Björgunarsveitin Strákar gengur í hús á Siglufirði í dag, fimmtudaginn 4. febrúar eftir kl. 18:00 og býður Neyðarkallinn 2020 til sölu, en sölu var frestað í fyrra.

Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði hefur einnig sölu á Neyðarkallinum í dag.

Að þessu sinni er Neyðarkallinn tileinkaður leitarhundum og þjálfurum þeirra.

Myndir/ Landsbjörg og samansett