Trausti Jónsson veðurfræðingur

Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur fjallar um óvenjulegt veðurfar sem af er sumri. á bloggsíðu sinni  í til­efni þess að í dag hefst fimmtánda vika sum­ars. Hann seg­ir að á Aust­fjörðum verði hlý­ind­in að telj­ast óvenju­leg. Meðal­hiti fyrstu 14 vik­ur sum­ars á Dala­tanga er 7,5 stig sem 0,5 stig­um ofar en það hlýj­asta til þessa þar um slóðir að minnsta kosti frá 1949 að telja.

Ekki kald­ara síðan 1993

Í Reykja­vík hef­ur aft­ur á móti verið held­ur svalt og meðal­hiti þar fyrstu 14 vik­ur sum­ars er aðeins 7,7 stig. Trausti seg­ir að ómark­tækt kald­ara (7,6 stig) hafi verið á sama tíma 2015, „en síðan þarf að fara aft­ur til 1993 til að finna jafn­lág­an meðal­hita fyrstu 14 sum­ar­vik­urn­ar“.

Það er hins veg­ar úr­kom­an sem Trausti seg­ir óvenju­legri. „[M]ælst hafa rúm­lega 300 mm í Reykja­vík vik­urn­ar fjór­tán, það mesta sem vitað er um sömu vik­ur – næstu töl­ur eru um 250 mm, 2014 og 1887.“

Þá seg­ir hann svipaða sögu að segja um sól­ar­leysið. Aðeins mæld­ust 343,7 sól­skins­stund­ir í Reykja­vík, það minnsta sem vitað er um fyrstu 14 vik­ur sum­ars – en ómark­tækt minna en á sama tíma 1913, 1914 og 1984.

Sam­vinnu­vott­ur júlí og ág­úst

Trausti lýk­ur fróðleg­um pistli sín­um á að líta til ná­lægr­ar framtíðar í veðrinu:

„Góðu tíðind­in eru þau að svo virðist sem held­ur hlýrri dag­ar séu fram und­an (þó varla þurr­ir) – hvað sem hlýj­an svo end­ist er annað mál. Lang­tíma­reikn­ing­ar sýna eng­ar mark­tæk­ar breyt­ing­ar á veður­lagi á næst­unni – og þó lengri framtíð sé auðvitað full­kom­lega frjáls er það samt þannig að júlí og ág­úst spyrða sig oft­ar sam­an hvað veður­lag varðar held­ur en aðrir almanaksmánuðir – þeir einu reynd­ar sem sýna ein­hvern mark­tæk­an sam­vinnu­vott.“

Frétt: mbl.is
Forsíðumynd: Kristín Sigurjónsdóttir