Á 118 fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar lagði hafnarstjóri fram og kynnti aflatölur fyrir árið 2020 með samanburði við árið 2019.

Á Siglufirði hefur verið landað 23.603 tonnum í 1.951 löndunum en á sama tíma í 2019 hafði verið landað 28.830 tonnum í 1.873 löndunum.

Á Ólafsfirði hefur verið landað 517 tonnum í 300 löndunum, á sama tímabili 2019 var landað 389 tonnum í 363 löndunum.

Aflatölur til og með 31. janúar 2021 með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði hefur verið landað 658 tonnum í 29 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 480 tonnum í 15 löndunum.

Á Ólafsfirði hefur verið landað 3 tonnum í 5 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 1 tonni í 1 löndun.