Endurnýja þarf hluta búnaðar til að hægt sé að halda úti vefmyndavélum fyrir Fjallabyggðarhafnir.

Hafnarstjóri og yfirhafnarvörður fóru yfir málið á 118. fundi hafnastjórnar Fjallabyggðar. Áætlaður kostnaður við uppsetningu búnaðar og yfirferð eldri búnaðar er kr. 1.000.000,-

Hafnarstjórn samþykkir að fara í verkefnið og að myndir úr vefmyndavélum verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.