Útgerðafélagið Rammi í Fjallabyggð bauð í skemmtisiglingu með flaggskipi sínu Sólberginu ÓF 1 laugardaginn 2. júní. Fjöldi manns þáði boðið og er talið að um 400 manns hafi verið um borð. Björgunarsveitin Strákar frá Siglufirði fylgdi Sólberginu eftir og var farið út fyrir fjarðarkjaftinn. Börn og fullorðnir skemmtu sér hið besta, áhöfnin hafði tínt saman allskonar fiska og sjávardýr sem þeir höfðu veitt og var það til sýnis.

Sólberg ÓF 1 kom fyrst til heimahafnar í Siglufirði 19.05. 2017. Þetta er hið glæsilegasta skip, hannað af fyrirtækinu Skipsteknisk í Noregi og smíðað í Tersan-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Það er tæpir 80 metrar að lengd, 15,4 metrar á breidd og alls 3.720 brúttótonn. Rými er fyrir allt að 1.200 tonn af afurðum á brettum í 1.900 rúmmetra frystilest.

Sólberg ÓF 1 er kvótahæsti togari landsins með um 9800 tonna þorskígildistonn. Reyndar er meiri kvóti á togaranum því búið er að millifæra á hann um 1600 tonn og alls er því Sólberg ÓF með um 11500 tonna kvóta. Þessi kvóti kemur af tveimur skipum.  Mánabergi ÓF og Sigurbjörgu ÓF.

Hér að neðan kemur myndasyrpa með myndum sem teknar voru í túrnum.

 

Sólberg ÓF 1

 

Fólk streymir að

 

Björgunarsveitin Strákar fylgdi Sólberginu eftir

 

Hér er verið að skoða fiska og önnur sjávardýr

 

Jafnt ungir sem aldnir skemmtu sér vel

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komið í land á ný

 

Myndir og texti: Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason