Druslugangan verður haldin hátíðleg á Sauðárkróki í fyrsta sinn laugardaginn 23. júlí.

Kvöldið fyrir gönguna, föstudaginn 22. júlí klukkan 20:00 verður prepp kvöld á Grand-Inn Bar and Bed, Þar verður hægt að búa til skilti fyrir gönguna. Til staðar verður efniviður í skiltagerð – spjöld, prik, málning, tússpennar, o.s.frv. Það má líka koma með sitt eigið. Nánari upplýsingar koma síðar á facebook síðu göngunnar.

Mæting er kl. 11:30 á planinu við Árskóla þar sem seldur verður varningur og deilt út afgangs skiltum. Gengið verður frá Árskóla og niður í gamla bæ klukkan 12:00.

Að göngu lokinni verða haldnar ræður, flutt ljóð, sungið, spilað og chantað (með þema göngunnar að leiðarljósi).

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þeim viðburðum er bent á að hafa samband við Tönju Ísfjörð á tanjaisfjord@gmail.com eða í gegnum samfélagsmiðla @tanjaisfjord

Ein af þeim sem tekur þátt í göngunni og flytur ljóð sín er Aðalheiður Alenu, með því ætlar hán að skila skömminni. Hán var einn vetur í FNV og varð fyrir miklu og margslungnu ofbeldi sem var þaggað niður.

Hægt er að fylgjast nánar með viðburðinum inni á facebook síðu Druslugöngunnar á Sauðárkróki.

Forsíðumynd/samansett