Berjadagar tónlistarhátíð 2022 29. – 31. júlí Verslunarmannahelgi.

Listrænn stjórnandi Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari

Heimasíða: berjadagar.is

Listamenn:

Slava Poprugin píanó – Ármann Helgason klarínett
Ólöf Sigursveinsdóttir selló –  Hjörleifur Hjartarson söngur og hljóðfæri
Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagott – Einar Bjartur Egilsson píanó
Haukur Gröndal klarínett – Rodrigo Lopes slagverk
Ásgeir Ásgeirsson Tamboura, bouzouki og saz – Sigrún Valgerður Gestsdóttir sópran
Diljá Sigursveinsdóttir fiðla – Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðla
Ave Kara Sillaots harmonikka – Margrét Hrafnsdóttir sópran
Ásta Sigríður Arnardóttir sópran – Gréta Rún Snorradóttir selló
Júlía Traustadóttir kynningarfulltrúi – Eiríkur Stephensen bassi og söngur
Sigursveinn Magnússon píanó og söngur – Ágústa Bergrós Jakobsdóttir selló
Þorgrímur Jónsson bassi –  Guito Thomas gítar og söngur
Magnús Trygvason Elíassen trommur – Vigdís Másdóttir víóla
Jón Þorsteinsson söngur – Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir fiðla


Um hátíðina

Berjadagar er fjölskylduvæn tónlistarhátíð sem fram fer um Verslunarmannahelgi í Ólafsfirði þegar aðalbláberin fara að taka á sig svartan lit og höfugan ilm. Hátíðin var stofnuð 1999 og hefur fest sig í sessi sem fastur liður í menningarflórunni á Norðurlandi. Á hátíðinni hljómar klassísk tónlist, djass, brasilísk tónlist, þjóðlög, íslensk sönglög og ópera.
Frítt er inn fyrir 18 ára og yngri á alla viðburði hátíðarinnar!

Berjadagar voru stofnaðir með einkunnarorðin ,,Náttúra og listsköpun” í huga af Erni Magnússyni píanóleikara. Listrænn stjórnandi frá 2013 er bróðurdóttir hans Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari. Á tónlistarhátíðinni koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í rýmum sem gera upplifun af tónleikum einstaka. Ný heimasíða hefur verið opnuð www.berjadagar.is og hefur verið lögð áhersla á að gera síðuna aðgengilega til miðakaupa sem og fyrir upplýsingar um tónleika og listamenn.

Staðurinn

Ólafsfjörð prýða 14 dalir og stórt stöðuvatn sem er einstakt sinnar tegundar á landinu. Í Vatninu er bæði salt og sætt vatn og þar þrífst einstakt lífríki. En Árdalur verður okkar dalur að þessu sinni og gengið verður með Maríu Bjarneyju Leifsdóttur árla sunnudagsmorgun og hist á Kaffi
Klöru. Gangan er í anda Ástu Sigríður Kristinsdóttur, ömmu Ólafar sem naut þess að skoða blóm og tína fjallagrös. Í þessum göngum á Berjadögum skapast umræður um grösin, lyngið og sveppi á þessu svæði. 

Tónlistin 

Nýnæmi á Berjadögum í ár er að gestir geta tryggt sér miða á glæsilega hádegistónleika sem hefjast 13:30 bæði föstudag og laugardag í Ólafsfjarðarkirkju. Einnig verður brunch, skógrækt og listsýning í Pálshúsi! Frá 29. – 31. Júlí. Þar hljóma ólík tónverk fyrir klarinett, slagverk, söng, harmónikku, selló og kammerhópa. Ólöf Sigursveinsdóttir, listrænn stjórnandi leikur sellósónötu eftir Grieg ásamt Slava Poprugin á Hátíðartónleikum í Tjarnarborg, Margrét Hrafnsdóttir sópran syngur ásamt kvartett lög eftir Ingunni Bjarnadóttur, Jón Nordal og Ingibjörgu Azimu í Ólafsfjarðarkirkju. Einnig leikur kvartettinn Spútnik saman verk eftir ítalska barokk- kventónskáldið Maddalena Sirmen.

Á laugardagskvöldinu leikur Ármann Helgason Ristur eftir Jón Nordal og  Ólöf og Slava slást í hópinn í klarínettutríó op. 114 eftir Brahms.

Einn af hápunktum Berjadaga í ár verða án efa upphafstónleikarnir með Hauki Gröndal og þjóðlagasveitinni Norodna Muzika með þeim Ásgeiri Ásgeirssyni, Þorgrími Jónssyni og Magnúsi Trygvasen Elíassyni á slagverk.

Þeir sem reka smiðshöggið á sunnudagskvöldið verða þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen eða Hundur í óskilum í kirkjunni og í beinu framhaldi taka við friðartónleikar í Tjarnarborg, Mozart og Schubert, þar sem listamenn spretta fram hver á fætur öðrum og skapa friðaranda sem einkennt hefur Berjadaga tónlistarhátíð frá árinu 1999.

Listamenn

Viacheslav eða Slava Poprugin er píanóleikari sem rís hátt á alþjóðlega vísu og mætir í fyrsta sinn í Ólafsfjörð. Ólöf og Slava héldu saman tónleika í nóvember sl. í Norðurljósum en kynni þeirra hófust í Hollandi á alþjóðlegri hátíð sellóleikara ágúst 2021. Slava er hollenskur
ríkisborgari frá árinu 2018 en fæddist í Rússlandi. Orðstír hans leiddi hann kornungan til samstarfs við sellóleikarann Natalia Gutman og þar hófst afmarkaður kafli á ferli Poprugin með tónleikahaldi um allan heim fimmtán ára!  Hann gerðist prófessor við Konservatóríið í Moskvu til
ársins 2018 og vinnur með heimsþekktum einleikurum. Í dag er Slava hollenskur ríkisborgari og starfar m.a. með fiðluleikaranum Lisa Ferschtman og sinnir prófessorstöðu við Tónlistar- háskólann í Haag í Hollandi. Það er gaman að geta þess að á laugardeginum leikur Slava
fjórhent með hinum píanóleikaranum á hátíðinni, Einari Bjarti Egilssyni. Ólöf valdi þar ,Fjögur lög úr Norður-Múlasýslu’ fyrir eitt hljómborð og fjórar hendur eftir Snorra Sigfús Birgisson.

Sjá einnig facebooksíðu berjadaga.

Mynd/Berjadagar