Andri Hrannar Einarsson er með þáttinn Undralandið á FM Trölla alla virka daga frá 13.00 – 16.00. Eitt af því sem einkennt hefur þáttinn er að það er hægt að horfa á Andra í vefmyndavél á meðan hann er í loftinu.
En í dag brá svo við að nýja vefmyndavélin var með eitthvað vesen og Andri allt annað en sáttur við að sjást ekki, enda búinn að snurfusa sig til fyrir áhorfendur.
Brást útvarpstjórinn fljótt og vel við og skellti sér í viðgerðamanns hlutverkið eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Vélin komst í lag og allt annað upplit á Andra við að komast í mynd.

Gengur ekki að sjást ekki í beinni

 

Útvarpstjórinn

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir