Í dag, sunnudaginn 21. nóvember er minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2021.

Að þessu tilefni ætlar FM Trölli eins og aðrar útvarpsstöðvar landsins sem eru með beinar útsendingar að sameinast í því klukkan 14:00 að spila lagið When I think of Angels og segja frá minningardeginum.

Lagið er eftir KK – Kristján Kristjánsson, en Ellen systir hans syngur lagið. Kristján samdi lagið til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992.

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á stöðina um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is

Mynd/skjáskot úr myndbandi