Stýrihópurinn um Síldarævintýri á Siglufirði hefur hug á að blása til skipulagðrar dagskrár um verslunarmannahelgina á Siglufirði.

Síldarævintýri 2020 féll niður vegna COVID-19, en þar sem rofað hefur til í veirumálum telur stýrihópurinn að óhætt sé að huga að dagskrá fyrir gesti og heimamenn.

Grunnhugmyndin er enn sú sama og 2019, þ.e. að þetta sé bæjarhátíð þar sem bæjarbúar og gestir þeirra koma saman og eiga góðar stundir.

Hverfalitirnir og grillveislur verði á sínum stað og dagskráin samanstandi af fjölda smærri viðburða sem sýni sem mest af því sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í mat og drykk, skemmtun, náttúru, menningu og listum.

Trölli.is mun fylgjast grannt með gangi mála og upplýsa lesendur sína um leið og frekari fréttir berast um dagskrá.

Um 4000 gestir á Síldarævintýri 2019

Hér fyrir neðan er hægt að lesa eldri fréttir um Síldarævintýrið á Siglufirði.

Síldarævintýri.