Gestaherbergið verður opið hlustendum í dag frá klukkan 17:00 til 19:00 og sent út beint frá stúdíói III í Noregi af Palla og Helgu.

Þema þáttarins í dag eru lög með flytjendum sem gáfu út lög á árinu 1976, og af ýmsu er að taka. 

Til dæmis flytjendurnir Stuðmenn, Halli og Laddi, Megas og fleiri mætti telja úr íslensku deildinni.

Úr erlendu deildinni er hægt að nefna til dæmis Elton John, Queen ABBA og fleiri.

Juha ætlar að senda okkur lagið úr tónlistarhorni Juha og það er spennandi eins og venjulega að heyra hvað við fáum frá Danmörku, þar sem tónlistarhorn Juha á heima.

En eins og venjulega verður þátturinn heimilislegur að miklu leyti og óundirbúinn að einhverju leyti.

Hlustið á þáttinn Gestaherbergið í dag frá kl 17 til 19 á FM Trölla og á trölli.is

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, norðanverðum Eyjafirði og Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.