Á 131. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti hafnarstjórn að staðsetja nýjan löndunarkrana við vesturkant Hafnarbryggju ásamt því að færa löndunarkrana sem staðsettur er á Ingvarsbryggju á sama kant.

Þannig yrði Ingvarsbryggja viðlegukantur.

Með þessu er verið að horfa til öryggissjónarmiða á hafnarsvæði með tilkomu fjölgunar ferðamanna.