Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar lagði fram þá tillögu á 203. fundir bæjarstjórnar um að S. Guðrún Hauksdóttir tæki við af Nönnu Árnadóttur sem formaður bæjarráðs.

Tillagan var eftirfarandi:

a) Kosning í bæjarráð skv. 46. gr. a-lið samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.
Tillaga kom fram um að aðalmenn í bæjarráði yrðu S. Guðrún Hauksdóttir D – lista sem formaður, Nanna Árnadóttir I- lista varaformaður og Jón Valgeir Baldursson H – lista. Til vara Helga Helgadóttir D-lista, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir I – lista og Helgi Jóhannsson H-lista.

Tillagan var samþykkt með 7 atkvæðum.

b) Breyting á nefndaskipan hjá D – lista :
Í fræðslu- og frístundanefnd verður Helga Helgadóttir formaður í stað S. Guðrúnar Hauksdóttur. Varamaður verður S. Guðrún Hauksdóttir í stað Maríu Lillýjar Jónsdóttur.