Í dag kl. 16:00 verður útgáfuhóf í Ljóðasetri íslands í tilefi af útgáfu 50 Gamansögum frá Siglufirði eftir Þórarinn Hannesson.

Eru þessar gamansögur númer 7 í röðinni Gamansögur frá Siglufirði og eru sögurnar því orðnar 350 talsins.

Í útgáfuhófinu mun Þórarinn Hannesson lesa nokkrar vel valdar sögur úr nýja ritinu og að sjálfsögðu verður kaffi og með því fyrir gesti.

Líkt og í fyrri heftum eru nýjar og gamlar sögur í bland og koma ýmsir við sögu s.s. Raggi á Kambi, Barði Sæby, Árni Biddu, Hlöðver Sigurðs, Robbi Guðfinns, Fanney Birkis, Gerhard Smith, Gunnar Trausti o.fl. o.fl.

Þeir sem ekki eru svo heppnir að búa á Siglufirði geta pantað hefti með því að senda Þórarni skilaboð á facebook.