Svona tengill á netsnúru er nauðsynlegur þegar tengja þarf tölvu við internetið. Auðvitað er hægt að tengja tölvu þráðlaust við netið líka en öruggasta og tryggasta tengingin er um snúru.
Og það er einmitt um þennan tengil á myndinni (sem er að mestu leiti fyrir athygli) sem þátturinn Tónlistin fer um í dag klukkan 15:00 á FM Trölla.

Í þættinum í dag verða spiluð mörg ný lög sem hægt er að finna hingað og þangað um internetið sé sæmilega leitað. Tvö þeirra fá sérstaka athygli.
Annað þeirra er jólalag sem Pétur Arnar Kristinsson gefur út þriðjudaginn 24. nóvember. Lagið heitir Heilög jól.
Hitt lagið er ekki jólalag heldur popplag eftir mann að nafni Þorsteinn Einarsson (Thorsteinn Einarsson á Spotify) og heitir það Bridges burn.

Fylgist með þættinum Tónlistin á FM Trölla eða á þriðjudögum kl. 15:00 til 17:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is