Andri Hrannar

Fremur kuldalegt er um að lítast á Siglufirði í dag, snjókoma og farið að grána í fjöll.

Andri Hrannar Einarsson sendi okkur þessar myndir og eins og sjá má er hann ekki sáttur með veðurlagið. En það sem fór helst fyrir brjóstið á honum í morgun er að það var rafmagnslaust í suðurbænum og ekkert morgunkaffi í boði.

Skýringu á rafmagnsleysinu má lesa í frétt hér að neðan.

Rafmagnsleysi frá aðveitustöðinni á Dalvík

Veðurstofan segir að Veðurhorfur á landinu í dag séu
Austan og norðaustan 5-13 m/s, en 10-15 norðvestantil. Rigning á sunnanverðu landinu, en allvíða slydda eða snjókoma norðanlands. Norðlægari í kvöld og styttir upp suðvestantil.

Lægir smám saman á morgun. Dálítil él á norðanverðu landinu og skúrir suðaustanlands, annars yfirleitt þurrt.

Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, mildast sunnantil, en víða næturfrost.
Spá gerð: 03.05.2022 09:19. Gildir til: 05.05.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt, en gengur í norðvestan og vestan 8-13 eftir hádegi. Slydda eða snjókoma með köflum, en sums staðar rigning við ströndina, einkum sunnan- og austantil. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.

Á föstudag:
Snýst í suðvestan 5-13 með dálitlum skúrum eða éljum, en léttir til austanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á laugardag:
Fremur hæg suðvestanátt og skúrir, en bjart að mestu á Austurlandi. Hiti 3 til 9 stig.

Á sunnudag og mánudag:
Snýst í suðaustanátt með súld eða dálítilli rigningu, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hlýnar í veðri.

Siglufjörður 3. maí 2022

Myndir/Andri Hrannar Einarsson