Þó sumarið sé komið fyrir norðan eftir kaldan júnímánuð var þokuslæða yfir Siglufirði í gærdag.

Ingvar Erlingsson tók þá til sinna ráða og fór í að leita að sólinni og setti drónann á loft. Náði hann að fanga fegurð sem okkur á jörðu niðri er ómögulegt að sjá.

Meðfylgjandi er myndband sem Ingvar tók í gær á Siglufirði og gaf hann Trölla.is góðfúslegt leyfi til að birta það.

Drónamyndband: Ingvar Erlingsson

Forsíðumynd: Ingvar Erlingsson