Á Norðurlandi vestra er öflugt mannlíf og fjöldinn allur af viðburðum, uppákomum og fjölbreyttar hátíðir sem eru haldnar á hverju ári og má þar m.a. nefna Eld í Húnaþingi, Húnavöku, Réttir Food Festival, Hofsós heim, Sæluviku Skagfirðinga o.fl.

Fjölbreytt menningarstarfsemi er mikilvægur hluti af öllum samfélögum og hefur margvísleg áhrif á atvinnulíf á svæðinu, m.a. í ferðaþjónustu, menntun, verslun og þjónustu. Því er afar mikilvægt að styðja við öflugt og framsækið menningarstarf og þróa áfram þá lykilþætti sem til staðar eru. Í þessu samhengi má nefna að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa sett sér metnaðarfulla menningarstefnu í sameiningu sem tekur á fjölmörgum þáttum lista, menningar og skapandi greina.

SSNV hefur uppfært viðburðadagatal samtakanna með komandi menningarviðburðum og íbúar hvattir til að senda inn ábendingar um viðburði á kolfinna@ssnv.is