Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Dalvík/Reynir mættust á Ólafsfjarðarvelli í gær í lokaumferð 3. deildar. KF hafði sigur í leiknum 2-1.

Ekki dugði sá sigur til að KF næði öðru sæti deildarinnar því KFG vann sinn leik á 94. mínútu, endaði með þeim sigri í öðru sæti deildarinnar og leikur því í annarri deild á næsta ári.

Dalvík/Reynir er þá á toppi 3. deildar og KF í því þriðja og leikur því aftur í þriðju deild að ári.

Forsíðumynd: Guðnú Ágústsdóttir
Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Skjáskot: Úrslit.net