Hakkpanna með hvítkáli

  • 1 bakki nautahakk
  • 1 bakki svínahakk
  • 1-2 laukar, skorinn fínt
  • ½ hvítkálshaus, skorinn nokkuð smátt
  • 4-5 msk tómatpuré
  • 3-4 msk rifsberjahlaup
  • 2 teningar kjötkraftur
  • soyasósa
  • salt og pipar

Steikið hvítkál og lauk við miðlungsháan hita upp úr vænni klípu af smjöri þar til það er orðið mjúkt og byrjað að glansa. Takið af pönnunni og leggið til hliðar.

Setjið olíu á pönnuna og steikið hakkið. Bætið hvítkálinu og lauknum ásamt restinni af hráefnunum á pönnuna og látið malla um stund. Smakkið til með salti og pipar og bætið við tómatpuré, rifsberjahlaupi eða soyasósu eftir þörfum.

Borið fram með kartöflum, hrásalati og sultu.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit