Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Kórdrengjum á Ólafsfjarðarvelli í gær þar sem fram fór sannkallaður toppslagur. Þar höfðu Kórdrengir betur og sigruðu KF með eins marks mun. Við það tryggðu Kórdrengir sér sæti í annarri deild að ári.

Næsti leikur KF verður sunnudaginn 8. september þegar þeir sækja Vængi Júpiters heim, leikið verður á Fjölnisvelli kl. 16:00.

Hér að neðan má sjá umfjöllun Fótbolti.net um leik KF og Kórdrengja sem fram fór í gær.

 

Skjáskot: Fótbolti.net
Forsíðumynd: Guðný Ágústsdóttir