Í gær fór fram gjörningur Brennuvarga í Ólafsfirði og verður því framhaldið í dag frá 13:00 – 15:00, þá verða verkin tekin úr ofnunum og skoðað hvernig til tókst.

Brennuvargar komu saman í gær og buðu til brennslu-gjörnings á Keramik verkstæði Hólmfríðar Vídalín Arngríms, Bæjarlistamanns Fjallabyggðar á Burstarbrekkueyri Ólafsfirði. Brennuvargar samanstanda af níu leirlistarmönnum, sem hafa yndi af því að framkvæma allskyns aldagamlar brennslur á leir, við opinn eld.

Einnig er opið í dag frá 13:00 – 15:00, þá verða verkin tekin úr ofnunum og skoðað hvernig til tókst og verður spennandi að sjá þau listaverk sem gerð hafa verið við opinn eld.

Allir velkomnir að koma við og upplifa brennslu-gjörning Brennuvarga.

Keramik verkstæðið Burstabrekkueyri er staðsett 1 km austan megin í Ólafsfirði, fyrir neðan veg.

Myndirnar sýna frá gjörningi Brennuvarga í gær.

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Myndir: Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir